Nítján manns tróðu sér í Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 14:25 Tesla Model S rafmagnsbíllinn er fremur stór fólksbíll og er reyndar skráður fyrir 7 manns, þó svo tvö af þeim sætum séu helst ætluð börnum. En hvað skildi margir í raun komast í Tesla Model S bíl? Það vildi margfaldur handhafi meta í heimsmetabóka Guinness, Carl Reese finna út og fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér. Einir 19 þeirra náðu að troða sér inní Tesla Model S bílinn. Það má örugglega gera betur en þetta því metið fyrir farþegafjölda í hinum smávaxna Mini er 26 manns. Nítján farþegar er samt ágætt fyrir rafmagnsbíl sem er með afar stór batterí. Þeim er þó svo haganlega fyrirkomið í botni bílsins að farþegarýmið er með því allra besta sem sést hefur í fólksbílum. Auk þess má segja Tesla Model S bílnum til hróss að þokkalegt flutningsrými er undir húddi bílsins, þar sem í hefðbundnum bílum væri vél. Rafmótorar bílsins eru þó ekki þar, heldur nær hjólum bílsins og því skapast þarna viðbótar flutningsrými. Smá má hvernig 19 manns troða sér inní Tesla bílinn hér að ofan. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent
Tesla Model S rafmagnsbíllinn er fremur stór fólksbíll og er reyndar skráður fyrir 7 manns, þó svo tvö af þeim sætum séu helst ætluð börnum. En hvað skildi margir í raun komast í Tesla Model S bíl? Það vildi margfaldur handhafi meta í heimsmetabóka Guinness, Carl Reese finna út og fékk fjölskyldu sína og vini í lið með sér. Einir 19 þeirra náðu að troða sér inní Tesla Model S bílinn. Það má örugglega gera betur en þetta því metið fyrir farþegafjölda í hinum smávaxna Mini er 26 manns. Nítján farþegar er samt ágætt fyrir rafmagnsbíl sem er með afar stór batterí. Þeim er þó svo haganlega fyrirkomið í botni bílsins að farþegarýmið er með því allra besta sem sést hefur í fólksbílum. Auk þess má segja Tesla Model S bílnum til hróss að þokkalegt flutningsrými er undir húddi bílsins, þar sem í hefðbundnum bílum væri vél. Rafmótorar bílsins eru þó ekki þar, heldur nær hjólum bílsins og því skapast þarna viðbótar flutningsrými. Smá má hvernig 19 manns troða sér inní Tesla bílinn hér að ofan.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent