Farþegum WOW air fjölgaði um 207% Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2017 11:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. „Árið 2016 flutti WOW air um 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2016 var 88% en sætanýting árið 2015 var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 160% milli ára,“ segir í tilkynningunni og þar bent á að flugfloti WOW air mun telja 17 þotur frá og með næstkomandi sumri; þrjár Airbus A330, ellefu Airbus A321 og þrjár Airbus A320. „Félagið mun bæta við sig þremur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og einni Airbus A320neo í flotann á þessu ári sem eru með um 35-45% lægri eldsneytiskostnað per sæti miðað við algengustu flugvélar sem er notaðar eru í flugi til og frá landinu í dag. Þessar fimm vélar eru allar glænýjar, módel 2017 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu. Árið 2016 fjölgaði ferðum Íslendinga erlendis um 86.200 ferðir miðað við 2015 samkæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á sama tíma fjölgaði íslendingum sem flugu með WOW air um 53.000 sem er um 60% hlutdeild af aukningunni milli ára,“ segir í tilkynningunni. „WOW air á mikla hlutdeild í þeirri aukningu á ferðamönnum sem koma til landsins og sama má segja um þá Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem farþegar hafa sýnt okkur á liðnu ári. Það verður ánægjulegt að taka á móti þessum fimm nýju vélum á árinu en þær eru mun sparneytari en áður hefur þekkst og þar með getum við haldið áfram að lækka verðið enn frekar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Flugfélagið WOW air flutti 173.371 farþega til og frá landinu í desember eða um 207% fleiri farþega en í desember árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir einnig að sætanýting þess í desember hafi verið 86% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. „Árið 2016 flutti WOW air um 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Sætanýting WOW air árið 2016 var 88% en sætanýting árið 2015 var 86%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 160% milli ára,“ segir í tilkynningunni og þar bent á að flugfloti WOW air mun telja 17 þotur frá og með næstkomandi sumri; þrjár Airbus A330, ellefu Airbus A321 og þrjár Airbus A320. „Félagið mun bæta við sig þremur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og einni Airbus A320neo í flotann á þessu ári sem eru með um 35-45% lægri eldsneytiskostnað per sæti miðað við algengustu flugvélar sem er notaðar eru í flugi til og frá landinu í dag. Þessar fimm vélar eru allar glænýjar, módel 2017 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu. Árið 2016 fjölgaði ferðum Íslendinga erlendis um 86.200 ferðir miðað við 2015 samkæmt tölum frá Ferðamálastofu. Á sama tíma fjölgaði íslendingum sem flugu með WOW air um 53.000 sem er um 60% hlutdeild af aukningunni milli ára,“ segir í tilkynningunni. „WOW air á mikla hlutdeild í þeirri aukningu á ferðamönnum sem koma til landsins og sama má segja um þá Íslendinga sem ferðast út fyrir landsteinana. Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem farþegar hafa sýnt okkur á liðnu ári. Það verður ánægjulegt að taka á móti þessum fimm nýju vélum á árinu en þær eru mun sparneytari en áður hefur þekkst og þar með getum við haldið áfram að lækka verðið enn frekar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira