„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2017 11:19 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Vísir „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri og réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir, réttum upplýsingum í opinbera umræðu. Það er það sem starf hagsmunasamtaka gengur út á,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún sjávarútvegsmálin, stöðu kjaramála og hvers vegna hún ákvað að taka að sér starf framkvæmdastjóra svona öflugra hagsmunasamtaka sem SFS eru. Hún sagði starfið felast aðallega í því að notast sé við réttar upplýsingar alla daga þegar ákvarðanir eru teknar. Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Heiðrúnu Lind í kjölfarið hvort ekki væri umdeilanlegt hvað séu réttar upplýsingar? Heiðrún Lind sagði menn geta vissulega haft misjafnar skoðanir á sjávarútvegskerfinu og Íslendingar hafi miklar skoðanir og eigi að gera það, enda sjávarútvegurinn stór hluti af íslensku samfélagi. „En ég lít svo á að við séum séum að safna saman upplýsingum og koma þeim í réttan farveg og á framfæri.“Grein vakti mikla athygli Grein Heiðrúnar, Kjarabaráta þeirra hæst launuðu, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og fjallaði um laun sjómanna vakti mikla athygli. Þar sagði hún að meðaltekjur sjómanna hafi hækkað úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir króna í fyrra. Sagði hún laun sjómanna vera hærri en lækna og sagði að forstjórar fjármálafyrirækja hljóti að fara fram á launahækkun ef sjómenn ná fram sínum ítrustu kröfum og sjómannaverkfallið leysist. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í grein á vef félagsins þennan samanburð Heiðrúnar vera með miklum ólíkindum því þessi meðallaun sem Heiðrún nefndi séu í engu samræmi við þau laun sem háseta á ísfirsktogurum og frystiskipum hafa. Vilhjálmur sagði þessi vinnubrögð til skammar því þarna sé ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli en Vilhjálmur sagði þau eiga við tekjuhæsta sjómenn Íslands, skipstjóra og yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum sem ekki eru í verkfalli.Ekki óleysanlegt verkefni Í Sprengisandi í morgun var Heiðrún spurð út í kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna. Hún sagði verkefnið snúið en taldið það ekki óleysanlegt. „Auðvitað er miður að sjómenn hafi fellt samning í tvígang og það verður erfiðara í þriðja sinni að finna leiðir til að koma til móts við þessa afstöðu sjómanna. En það er auðvitað það sem við erum að reyna og í það minnsta finnst mér enn viðræðurnar vera þannig að það er eindreginn vilji allra aðila að sýna ábyrgð og ná að lenda samningi,“ sagði Heiðrún. Hún sagði hins vegar ástandið í dag ekki heppilegt til að ná samning vegna verulegrar styrkingu krónunnar sem hefur áhrif á tekjur útgerða og laun sjómanna til hins verra. Þá sé samningaviðræður erfiðar því ekki sé búið að mynda ríkisstjórn og því ekki vitað hvaða gjöld verða lögð á greinina til framtíðar. Hún minnti einnig á að í hefðbundnum kjaraviðræðum sé rætt um föst laun en í kjaraviðræðum sjómanna sé það öðruvísi farið því þar er deilt um hlutaskiptakerfi. „Menn eiga afla saman sem er tekinn upp úr sjó og hvernig ætlum við að skipta kostnaðinum sem fer í að ná í þenna afla. Þetta er það sem tekist er á um,“ sagði Heiðrún.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir fyrir neðan: Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri og réttum upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir, réttum upplýsingum í opinbera umræðu. Það er það sem starf hagsmunasamtaka gengur út á,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún sjávarútvegsmálin, stöðu kjaramála og hvers vegna hún ákvað að taka að sér starf framkvæmdastjóra svona öflugra hagsmunasamtaka sem SFS eru. Hún sagði starfið felast aðallega í því að notast sé við réttar upplýsingar alla daga þegar ákvarðanir eru teknar. Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, spurði Heiðrúnu Lind í kjölfarið hvort ekki væri umdeilanlegt hvað séu réttar upplýsingar? Heiðrún Lind sagði menn geta vissulega haft misjafnar skoðanir á sjávarútvegskerfinu og Íslendingar hafi miklar skoðanir og eigi að gera það, enda sjávarútvegurinn stór hluti af íslensku samfélagi. „En ég lít svo á að við séum séum að safna saman upplýsingum og koma þeim í réttan farveg og á framfæri.“Grein vakti mikla athygli Grein Heiðrúnar, Kjarabaráta þeirra hæst launuðu, sem birtist í Viðskiptablaðinu á fimmtudag og fjallaði um laun sjómanna vakti mikla athygli. Þar sagði hún að meðaltekjur sjómanna hafi hækkað úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir króna í fyrra. Sagði hún laun sjómanna vera hærri en lækna og sagði að forstjórar fjármálafyrirækja hljóti að fara fram á launahækkun ef sjómenn ná fram sínum ítrustu kröfum og sjómannaverkfallið leysist. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í grein á vef félagsins þennan samanburð Heiðrúnar vera með miklum ólíkindum því þessi meðallaun sem Heiðrún nefndi séu í engu samræmi við þau laun sem háseta á ísfirsktogurum og frystiskipum hafa. Vilhjálmur sagði þessi vinnubrögð til skammar því þarna sé ýjað að því að þetta séu meðallaun háseta sem eru í verkfalli en Vilhjálmur sagði þau eiga við tekjuhæsta sjómenn Íslands, skipstjóra og yfirvélstjóra og annarra yfirmanna á fiskiskipum sem ekki eru í verkfalli.Ekki óleysanlegt verkefni Í Sprengisandi í morgun var Heiðrún spurð út í kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna. Hún sagði verkefnið snúið en taldið það ekki óleysanlegt. „Auðvitað er miður að sjómenn hafi fellt samning í tvígang og það verður erfiðara í þriðja sinni að finna leiðir til að koma til móts við þessa afstöðu sjómanna. En það er auðvitað það sem við erum að reyna og í það minnsta finnst mér enn viðræðurnar vera þannig að það er eindreginn vilji allra aðila að sýna ábyrgð og ná að lenda samningi,“ sagði Heiðrún. Hún sagði hins vegar ástandið í dag ekki heppilegt til að ná samning vegna verulegrar styrkingu krónunnar sem hefur áhrif á tekjur útgerða og laun sjómanna til hins verra. Þá sé samningaviðræður erfiðar því ekki sé búið að mynda ríkisstjórn og því ekki vitað hvaða gjöld verða lögð á greinina til framtíðar. Hún minnti einnig á að í hefðbundnum kjaraviðræðum sé rætt um föst laun en í kjaraviðræðum sjómanna sé það öðruvísi farið því þar er deilt um hlutaskiptakerfi. „Menn eiga afla saman sem er tekinn upp úr sjó og hvernig ætlum við að skipta kostnaðinum sem fer í að ná í þenna afla. Þetta er það sem tekist er á um,“ sagði Heiðrún.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér fyrir fyrir neðan:
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23