Gunnar Bragi óttast mjög hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2017 12:56 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Pjetur Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan: Víglínan Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan:
Víglínan Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent