Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Markaðir fyrir íslenskan fisk í útlöndum eru í stórhættu vegna verkfalls sjómanna og þegar hafa margir erlendir kaupendur leitað á önnur mið. Þetta segir Helgi Anton Eiríksson forstjóri Iceland Seafood sem bendir á að langan tíma geti tekið að vinna markaðina til baka. Rætt verður við Helga í fréttatíma Stöðvar tvö.

Einnig verður fjallað um skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um umsvif Íslendinga í skattaskjólum og nýlegan dóm í kynferðisbrotamáli þar sem átján ára piltur var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi.

Þá verður sýnt beint frá Þrettándabrennu Vesturbæinga við Ægissíðu sem hefst klukkan hálf sjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×