Toyota frumsýnir C-HR um helgina Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 09:13 Flottar línur í Toyota C-HR. Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent