Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Jón hÁKON Halldórsson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Formaðurinn Benedikt Jóhannsson verður einn þriggja ráðherra Viðreisnar. vísir/ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sækist eftir því að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð, fari svo að flokkunum takist að mynda stjórn. Viðræður milli flokkanna héldu áfram í gær en fundi forystumanna flokkanna lauk á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enn unnið út frá áætlun um að klára þær fyrir lok vikunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn þegar hann fékk umboð frá forseta Íslands til þess að mynda stjórn að gengið væri út frá því að hann yrði forsætisráðherra. Búist er við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar fyrir Bjarta framtíð. Ekki liggur fyrir hvaða ráðherraembættum þau sækjast eftir. Hins vegar liggur fyrir að innan þingflokksins er áhugi fyrir því að flokkurinn taki að sér annars vegar atvinnuvegaráðuneytið og hins vegar umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vinna flokkanna þriggja að stjórnarsáttmála vel á veg komin og til stóð að hefja umræður um skiptingu ráðuneyta milli flokka í gær eða í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forseta Alþingis. Ekki er búist við því að ráðuneytum verði fjölgað en hugsanlegt er að verkefni verði flutt til milli ráðuneyta. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur einungis á að skipa fjórum þingmönnum. Verði tveir þeirra ráðherrar liggur fyrir að einungis tveir þeirra geta tekið sæti í nefndum þingsins. Rætt hefur verið um það að ráðherrar flokksins afsali sér þá þingmennsku. Búist er við því að ákvörðun um þetta verði tekin í dag eða á allra næstu dögum. Þingflokkur Viðreisnar telur sjö þingmenn en eins og áður segir herma heimildir fréttastofu að flokkurinn hljóti þrjú ráðherraembætti. Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sækist af ákafa eftir fjármálaráðuneytinu. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn flokksins, sækist líka eftir ráðherraembættum af fullum þunga. Þó sé ekki útilokað að Hanna Katrín Friðriksson hljóti eitt af þessum þremur ráðherraembættum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21