Ekki búið að raða í ráðherrastóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 22:22 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“ Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“
Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira