Trump hótar General Motors í tísti Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:59 Chevrolet Cruze. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent