Trump hótar General Motors í tísti Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:59 Chevrolet Cruze. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent