Þjálfari Gunnars Nelson og Conors datt af svifbretti eftir þakkarræðu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 09:00 Conor McGregor og John Kavanagh áttu frábært ár 2016. vísir/getty/skjáskot Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017 MMA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor og þjálfari hans, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, sópuðu að sér verðlaunum í uppgjöri Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanns heims, þegar hann gerði upp árið 2016 í hlaðvarpsþætti sínum The MMA Hour í gærkvöldi. Conor, sem reyndar byrjaði árið á því að tapa fyrir Nate Diaz, kom sterkur til baka og vann Diaz þegar þeir mættust aftur í ágúst. Írinn varð svo fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti þegar hann rotaði Eddie Alvarez í baráttu um léttvigtarbeltið í New York í nóvember. Sá bardagi eða sú stund þegar Conor fékk annað beltið var stóra stund ársins 2016 í MMA-heiminum að mati Helwani en Conor fékk einnig verðlaun sem sá bardagamaður sem hafði mest áhrif á árinu. Kavanagh fékk verðlaun sem þjálfari ársins en auk þess að þjálfa skærustu stjörnu UFC og gera Conor að tvöföldum meistara er Írinn með tíu bardagakappa á sínum snærum í UFC sem flestir stóðu sig mjög vel á árinu. Gunnar Nelson til dæmis barðist einu sinni í Rotterdam í maí og hafði þar öruggan sigur gegn Albert Tumenov með hengingartaki í annarri lotu. Kavanagh þakkaði fyrir sig með því að senda Ariel Helwani myndband á Twitter. Þessi hógværi þjálfari gerði ekki mikið úr viðurkenningunni en var kurteis að vanda. „Sæll, Ariel. Þetta er mér mikill heiður og ég veit að samkeppnin var hörð eftir svona stórt ár í MMA. Ég vil að þú vitir að vinna þessu verðlaun breyta engu hjá okkur. Við erum áfram bara lítið og auðmjúkt lið frá Dyflinni á Írlandi. Ég hlakka til að sjá þig á næstu bardagakvöldum á nýju ári,“ segir Kavanagh í myndbandinu. Þegar ræðunni er lokið kemur í ljós að Kavanagh stendur á svifbretti en skondið atvik kemur upp þegar Írinn reynir að yfirgefa herbergið sem hann er í. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.The ending wasn't quite as smooth... #TheMMAHour awards pic.twitter.com/zb5DKIcsgP— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 2, 2017 Moment of the Year@arielhelwani & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA captures two UFC belts2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Impact Person of the Year@arielhelwani: & @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 Coach of the Year@arielhelwani: @John_Kavanagh@NewYorkRic: @mikebrownmma2016 #themmahour awardshttps://t.co/i51L0WgY9a— Eric Jackman (@NewYorkRic) January 2, 2017 2016 #themmahour Awards: Fighter of the year: @NewYorkRic: @TheNotoriousMMA Me: @bisping Live now: https://t.co/zjqJ8232my— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 2, 2017
MMA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira