Upplýsingar frá þingmönnum berast seint á hagsmunaskrá Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2017 05:00 Myndin sýnir hverjir nýkjörinna þingmanna hafa skilað inn hagsmunaskráningu og hverjir ekki. grafík/guðmundur snær Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira