Giftu sig í sýningarsal Porsche Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 09:54 Champions Porsche sýningarsalurinn í Flórída og gifting í vændum. Það er misfrumlegt staðarvalið hjá fólki fyrir giftingarathöfn sína en hjón ein í Flórída völdu sýningarsal Porsche þar á bæ fyrir sína giftingu. Nokkuð frumlegt staðarval þar og í leiðinni glæsilegt. Sýningarsalur Champion Porsche í Flórída er ansi stór, eða 22 ekrur og því væsti ekki um gesti í veislunni flottu. Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram. Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.Nöfn ógiftu hjónanna á gólfborða við inngang salarins.Bílarnir skemmdu lítið glæsileikann við giftinguna, nema síður væri.Einn Porsche bílanna skreyttur í tilefni dagsins.Glæstir bílar í glæstum sal.Boðskortið.Brúðurin með glæisilega innkomu.Gestir veislunnar.Kökur skreyttar Porsche merkinu. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Það er misfrumlegt staðarvalið hjá fólki fyrir giftingarathöfn sína en hjón ein í Flórída völdu sýningarsal Porsche þar á bæ fyrir sína giftingu. Nokkuð frumlegt staðarval þar og í leiðinni glæsilegt. Sýningarsalur Champion Porsche í Flórída er ansi stór, eða 22 ekrur og því væsti ekki um gesti í veislunni flottu. Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram. Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.Nöfn ógiftu hjónanna á gólfborða við inngang salarins.Bílarnir skemmdu lítið glæsileikann við giftinguna, nema síður væri.Einn Porsche bílanna skreyttur í tilefni dagsins.Glæstir bílar í glæstum sal.Boðskortið.Brúðurin með glæisilega innkomu.Gestir veislunnar.Kökur skreyttar Porsche merkinu.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent