Valskonur tóku Hauka í kennslustund í tólftu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld þegar liðin mættust í Valshöllinni. Hlíðarendastúlkur unnu átta marka sigur, 25-17.
Munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 9-7, en Valskonur settu í gírinn í þeim síðari og stungu af en Haukarnir skoruðu aðeins tíu mörk í seinni hálfleik.
Kristín Guðmundsdóttir var markahæst hjá Val í kvöld með níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Diana Satkauskaite skoruðu báðar fjögur mörk.
Ramune Pekarskyte var markahæst í Haukaliðinu með fimm mörk og Marie Ines Da Silva skoraði þrjú mörk líkt og Guðrún Erla Bjarnadóttir.
Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir sigurinn en Haukar eru sæti neðar með tólf stig.
Valur með sannfærandi sigur á Haukum | Myndir
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti




„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti


Fleiri fréttir
