Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 13:30 Þór/KA hefur verið í fremstu röð síðustu ár og varð Íslandsmeistari árið 2012. Vísir/Anton Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01