Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:00 Bjarki Már Gunnarsson í baráttunni í vörninni í kvöld. vísir/afp Íslenska landsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á HM 2017 í Frakklandi í kvöld þegar það lagði Angóla auðveldlega, 33-19. Strákarnir okkar eru nú komnir með þrjú stig í riðlinum og geta tryggt sér þriðja sætið með sigri á Makedóníu ef Spánni gerir okkur greiða annað kvöld og hefur sigur á Makedóníumönnum. Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason var tæpur vegna hnémeiðsla í kvöld og tók Geir Sveinsson þá ákvörðun um að hvíla hann alfarið. Geir stillti öllum reynslumestu mönnum liðsins upp í byrjunarliðinu í kvöld vitandi það að markatalan getur skipt miklu máli þegar riðlakeppninni er lokið. Leikurinn fór hægt af stað og voru strákarnir ekki nema tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar fjórtán mínútur voru eftir en þá skellti íslenska liðið í lás í vörninni og fór að fá mikið af auðveldum mörkum.Breytingar í seinni Staðan eftir 20 mínútur var 14-8 fyrir Ísland en Angóla skoraði ekki mark það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Þessa góðu vörn nýttu strákarnir okkar ekki. Skotnýtingin var skelfileg á lokakaflanum og skoraði Ísland ekki nema tvö mörk á sama kafla og var átta mörkum yfir í hálfleik, 16-8. Varnarleikurinn var áfram sterkur í byrjun seinni hálfleiks en Angóla skoraði ekki mark í þrettán mínútur og 42 sekúndur. Íslenska liðið náði engu að síður ekki að nýta sér þessa yfirburði og stinga algjörlega af. Geir gerði breytingar á íslenska liðinu í seinni hálfleiknum. Aron Rafn Eðvarðsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson og ungu mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson komu inn og fengu að spila seinni 30 mínúturnar. Aron Rafn fann sig alls ekki í markinu og eftir að fá á sig fimm mörk án þess að verja skot var Björgvin Páll sendur aftur í markið. Framan af fyrri hálfleik fékk Ísland hvert tækifærið á fætur öðru til að drepa leikinn en krafturinn, viljinn eða gæðin voru ekki til staðar. Kæruleysið var algjört í spilamennskunni framan af í fyrri hálfleik sem sást best þegar Angólamenn skoruðu tvö mörk tveimur færri. Þegar fyrri hálfleikurinn var rétt ríflega hálfnaður voru Angólamenn búnir að skora sjö mörk á móti sex mörkum Íslands. Vægast sagt dapurt.Leikhléið borgaði sig Geir Sveinsson var fullmeðvitaður um hversu slök spilamennska íslenska liðsins var á þessum tímapunkti og tók þá leikhlé þar sem hann lét strákana heyra það. Geir vildi fá miklu meiri kraft og hraða í spilið sem hann og fékk þrátt fyrir að nokkur aulaleg skot láku inn í íslenska markið. Þetta leikhlé skilaði sér því íslenska liðið vann lokakaflann með þrettán mörkum gegn fjórum og innbyrti á endanum fjórtán marka sigur, 33-19. Minnsta tap Angóla til þess er níu marka tap gegn Makedóníu en það fékk risa skelli á móti Slóveníu og Spáni. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld með átta mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk úr átta skotum. Bjarki Már Elísson kom sterkur inn í seinni hálfleik og skoraði sex mörk í sjö skotum. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot og var með 55 prósent hlutfallsmarkvörslu. Staðan er núna þannig hjá strákunum okkar að þeir eru með sjö mörk í plús og þrjú stig. Þeim nægir sigur gegn Makedóníu á fimmtudagskvöldið ef Spánn vinnur Makedóníu á morgun. Okkur dugar jafntefli ef Túnis vinnur ekki Angóla með meira en 16 mörkum. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á HM 2017 í Frakklandi í kvöld þegar það lagði Angóla auðveldlega, 33-19. Strákarnir okkar eru nú komnir með þrjú stig í riðlinum og geta tryggt sér þriðja sætið með sigri á Makedóníu ef Spánni gerir okkur greiða annað kvöld og hefur sigur á Makedóníumönnum. Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason var tæpur vegna hnémeiðsla í kvöld og tók Geir Sveinsson þá ákvörðun um að hvíla hann alfarið. Geir stillti öllum reynslumestu mönnum liðsins upp í byrjunarliðinu í kvöld vitandi það að markatalan getur skipt miklu máli þegar riðlakeppninni er lokið. Leikurinn fór hægt af stað og voru strákarnir ekki nema tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar fjórtán mínútur voru eftir en þá skellti íslenska liðið í lás í vörninni og fór að fá mikið af auðveldum mörkum.Breytingar í seinni Staðan eftir 20 mínútur var 14-8 fyrir Ísland en Angóla skoraði ekki mark það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Þessa góðu vörn nýttu strákarnir okkar ekki. Skotnýtingin var skelfileg á lokakaflanum og skoraði Ísland ekki nema tvö mörk á sama kafla og var átta mörkum yfir í hálfleik, 16-8. Varnarleikurinn var áfram sterkur í byrjun seinni hálfleiks en Angóla skoraði ekki mark í þrettán mínútur og 42 sekúndur. Íslenska liðið náði engu að síður ekki að nýta sér þessa yfirburði og stinga algjörlega af. Geir gerði breytingar á íslenska liðinu í seinni hálfleiknum. Aron Rafn Eðvarðsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson og ungu mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson komu inn og fengu að spila seinni 30 mínúturnar. Aron Rafn fann sig alls ekki í markinu og eftir að fá á sig fimm mörk án þess að verja skot var Björgvin Páll sendur aftur í markið. Framan af fyrri hálfleik fékk Ísland hvert tækifærið á fætur öðru til að drepa leikinn en krafturinn, viljinn eða gæðin voru ekki til staðar. Kæruleysið var algjört í spilamennskunni framan af í fyrri hálfleik sem sást best þegar Angólamenn skoruðu tvö mörk tveimur færri. Þegar fyrri hálfleikurinn var rétt ríflega hálfnaður voru Angólamenn búnir að skora sjö mörk á móti sex mörkum Íslands. Vægast sagt dapurt.Leikhléið borgaði sig Geir Sveinsson var fullmeðvitaður um hversu slök spilamennska íslenska liðsins var á þessum tímapunkti og tók þá leikhlé þar sem hann lét strákana heyra það. Geir vildi fá miklu meiri kraft og hraða í spilið sem hann og fékk þrátt fyrir að nokkur aulaleg skot láku inn í íslenska markið. Þetta leikhlé skilaði sér því íslenska liðið vann lokakaflann með þrettán mörkum gegn fjórum og innbyrti á endanum fjórtán marka sigur, 33-19. Minnsta tap Angóla til þess er níu marka tap gegn Makedóníu en það fékk risa skelli á móti Slóveníu og Spáni. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld með átta mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk úr átta skotum. Bjarki Már Elísson kom sterkur inn í seinni hálfleik og skoraði sex mörk í sjö skotum. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot og var með 55 prósent hlutfallsmarkvörslu. Staðan er núna þannig hjá strákunum okkar að þeir eru með sjö mörk í plús og þrjú stig. Þeim nægir sigur gegn Makedóníu á fimmtudagskvöldið ef Spánn vinnur Makedóníu á morgun. Okkur dugar jafntefli ef Túnis vinnur ekki Angóla með meira en 16 mörkum.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira