Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:00 Bjarki Már Gunnarsson í baráttunni í vörninni í kvöld. vísir/afp Íslenska landsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á HM 2017 í Frakklandi í kvöld þegar það lagði Angóla auðveldlega, 33-19. Strákarnir okkar eru nú komnir með þrjú stig í riðlinum og geta tryggt sér þriðja sætið með sigri á Makedóníu ef Spánni gerir okkur greiða annað kvöld og hefur sigur á Makedóníumönnum. Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason var tæpur vegna hnémeiðsla í kvöld og tók Geir Sveinsson þá ákvörðun um að hvíla hann alfarið. Geir stillti öllum reynslumestu mönnum liðsins upp í byrjunarliðinu í kvöld vitandi það að markatalan getur skipt miklu máli þegar riðlakeppninni er lokið. Leikurinn fór hægt af stað og voru strákarnir ekki nema tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar fjórtán mínútur voru eftir en þá skellti íslenska liðið í lás í vörninni og fór að fá mikið af auðveldum mörkum.Breytingar í seinni Staðan eftir 20 mínútur var 14-8 fyrir Ísland en Angóla skoraði ekki mark það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Þessa góðu vörn nýttu strákarnir okkar ekki. Skotnýtingin var skelfileg á lokakaflanum og skoraði Ísland ekki nema tvö mörk á sama kafla og var átta mörkum yfir í hálfleik, 16-8. Varnarleikurinn var áfram sterkur í byrjun seinni hálfleiks en Angóla skoraði ekki mark í þrettán mínútur og 42 sekúndur. Íslenska liðið náði engu að síður ekki að nýta sér þessa yfirburði og stinga algjörlega af. Geir gerði breytingar á íslenska liðinu í seinni hálfleiknum. Aron Rafn Eðvarðsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson og ungu mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson komu inn og fengu að spila seinni 30 mínúturnar. Aron Rafn fann sig alls ekki í markinu og eftir að fá á sig fimm mörk án þess að verja skot var Björgvin Páll sendur aftur í markið. Framan af fyrri hálfleik fékk Ísland hvert tækifærið á fætur öðru til að drepa leikinn en krafturinn, viljinn eða gæðin voru ekki til staðar. Kæruleysið var algjört í spilamennskunni framan af í fyrri hálfleik sem sást best þegar Angólamenn skoruðu tvö mörk tveimur færri. Þegar fyrri hálfleikurinn var rétt ríflega hálfnaður voru Angólamenn búnir að skora sjö mörk á móti sex mörkum Íslands. Vægast sagt dapurt.Leikhléið borgaði sig Geir Sveinsson var fullmeðvitaður um hversu slök spilamennska íslenska liðsins var á þessum tímapunkti og tók þá leikhlé þar sem hann lét strákana heyra það. Geir vildi fá miklu meiri kraft og hraða í spilið sem hann og fékk þrátt fyrir að nokkur aulaleg skot láku inn í íslenska markið. Þetta leikhlé skilaði sér því íslenska liðið vann lokakaflann með þrettán mörkum gegn fjórum og innbyrti á endanum fjórtán marka sigur, 33-19. Minnsta tap Angóla til þess er níu marka tap gegn Makedóníu en það fékk risa skelli á móti Slóveníu og Spáni. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld með átta mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk úr átta skotum. Bjarki Már Elísson kom sterkur inn í seinni hálfleik og skoraði sex mörk í sjö skotum. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot og var með 55 prósent hlutfallsmarkvörslu. Staðan er núna þannig hjá strákunum okkar að þeir eru með sjö mörk í plús og þrjú stig. Þeim nægir sigur gegn Makedóníu á fimmtudagskvöldið ef Spánn vinnur Makedóníu á morgun. Okkur dugar jafntefli ef Túnis vinnur ekki Angóla með meira en 16 mörkum. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á HM 2017 í Frakklandi í kvöld þegar það lagði Angóla auðveldlega, 33-19. Strákarnir okkar eru nú komnir með þrjú stig í riðlinum og geta tryggt sér þriðja sætið með sigri á Makedóníu ef Spánni gerir okkur greiða annað kvöld og hefur sigur á Makedóníumönnum. Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason var tæpur vegna hnémeiðsla í kvöld og tók Geir Sveinsson þá ákvörðun um að hvíla hann alfarið. Geir stillti öllum reynslumestu mönnum liðsins upp í byrjunarliðinu í kvöld vitandi það að markatalan getur skipt miklu máli þegar riðlakeppninni er lokið. Leikurinn fór hægt af stað og voru strákarnir ekki nema tveimur mörkum yfir, 8-6, þegar fjórtán mínútur voru eftir en þá skellti íslenska liðið í lás í vörninni og fór að fá mikið af auðveldum mörkum.Breytingar í seinni Staðan eftir 20 mínútur var 14-8 fyrir Ísland en Angóla skoraði ekki mark það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Þessa góðu vörn nýttu strákarnir okkar ekki. Skotnýtingin var skelfileg á lokakaflanum og skoraði Ísland ekki nema tvö mörk á sama kafla og var átta mörkum yfir í hálfleik, 16-8. Varnarleikurinn var áfram sterkur í byrjun seinni hálfleiks en Angóla skoraði ekki mark í þrettán mínútur og 42 sekúndur. Íslenska liðið náði engu að síður ekki að nýta sér þessa yfirburði og stinga algjörlega af. Geir gerði breytingar á íslenska liðinu í seinni hálfleiknum. Aron Rafn Eðvarðsson, Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Elísson og ungu mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson komu inn og fengu að spila seinni 30 mínúturnar. Aron Rafn fann sig alls ekki í markinu og eftir að fá á sig fimm mörk án þess að verja skot var Björgvin Páll sendur aftur í markið. Framan af fyrri hálfleik fékk Ísland hvert tækifærið á fætur öðru til að drepa leikinn en krafturinn, viljinn eða gæðin voru ekki til staðar. Kæruleysið var algjört í spilamennskunni framan af í fyrri hálfleik sem sást best þegar Angólamenn skoruðu tvö mörk tveimur færri. Þegar fyrri hálfleikurinn var rétt ríflega hálfnaður voru Angólamenn búnir að skora sjö mörk á móti sex mörkum Íslands. Vægast sagt dapurt.Leikhléið borgaði sig Geir Sveinsson var fullmeðvitaður um hversu slök spilamennska íslenska liðsins var á þessum tímapunkti og tók þá leikhlé þar sem hann lét strákana heyra það. Geir vildi fá miklu meiri kraft og hraða í spilið sem hann og fékk þrátt fyrir að nokkur aulaleg skot láku inn í íslenska markið. Þetta leikhlé skilaði sér því íslenska liðið vann lokakaflann með þrettán mörkum gegn fjórum og innbyrti á endanum fjórtán marka sigur, 33-19. Minnsta tap Angóla til þess er níu marka tap gegn Makedóníu en það fékk risa skelli á móti Slóveníu og Spáni. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld með átta mörk og Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk úr átta skotum. Bjarki Már Elísson kom sterkur inn í seinni hálfleik og skoraði sex mörk í sjö skotum. Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot og var með 55 prósent hlutfallsmarkvörslu. Staðan er núna þannig hjá strákunum okkar að þeir eru með sjö mörk í plús og þrjú stig. Þeim nægir sigur gegn Makedóníu á fimmtudagskvöldið ef Spánn vinnur Makedóníu á morgun. Okkur dugar jafntefli ef Túnis vinnur ekki Angóla með meira en 16 mörkum.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira