„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Tómas Þór Þórðarso skrifar 16. janúar 2017 17:00 Geir Sveinsson og þjálfarateymi hans er undir pressu í Metz. vísir/epa „Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
„Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30