Traust er forsenda góðs samstarfs Elín Björg Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2017 07:00 Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun