Þingsályktun um þjóðaratkvæði á síðasta ári kjörtímabilsins 15. janúar 2017 13:14 Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“ Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira