Verðandi varnarmálaráðherra hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 James Mattis þegar hann mætti fyrir nefnd í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent