„Ekki full vinna að æfa í tvo tíma á dag“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2017 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og frá leik í Pepsi-deild karla. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki