Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2017 15:45 Frábær stemning í Háskólabíói í gærkvöldi. vísir/eyþór Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira