Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2017 11:15 Ráðherrar Bjartar Framtíðar, þau Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira