Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 09:55 Jón Gunnarsson verður samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Pjetur Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu-, fjarskipta- og byggðamálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir nauðsynlegt að það skapist einhver vissa um framtíð miðstöðvar innanlandsflugs í landinu á kjörtímabilinu. Jón segir að málefni Reykjavíkurflugvallar sé einn af þeim þáttum samgöngumála sem sé í óásættanlegri stöðu. „Þessi óljósa framtíð Reykjavíkurflugvallar getur auðvitað ekki verið. Ég hef nú sagt það áður í ræðu og riti að það þurfi að ganga frá því til framtíðar hvernig við högum þeim málum.“Þú hefur áður talað um að þú viljir að Reykjavík verði miðstöð innanlandsflugs í landinu.„Já, ég hef gert það,“ segir Jón. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að hún muni beita sér fyrir „lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“Heldurðu að það muni takast að ná einhverri sátt og lendingu í þessu máli á kjörtímabilinu?„Það verður að gera það. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í okkar samgöngum. Aðstæður þar eru algerlega óviðunandi, bæði fyrir starfsfólk og farþega. Það verður að ná saman um einhverja framtíðarsýn þannig að hægt sé að ráðast í eðlilega uppbyggingu og horfa til lengri tíma. Við getum ekki búið við þessa stöðugu óvissu.“En þú sjálfur vilt hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni?„Það er engin önnur lausn í stöðunni. Það er auðvitað áhugavert að skoða allar framtíðarpælingar um eitthvað annað, en það er eitthvað sem er komið svo stutt á veg að það mun í mínum huga taka mörg ár að koma niðurstaða í. Á meðan getum við ekki búið við einhverja óvissu um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jón, sem kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíði sín í nýju embætti.Þörf á miklu átaki í innviðauppbygginguJón segir að það hafi ekki farið framhjá neinum að það sé þörf á miklu átaki í innviðauppbyggingu í samgöngumálum. „Það er eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórn mun þurfa að horfa til. Nýbúið er að samþykkja fjárlög og það á eftir að munstra það inn í samgönguáætlun og forgangsraða í þeim hluta málanna. Maður þarf því bara að setja sig í stellingar og takast á við þetta og raða niður. Ég á eftir að fara yfir það með fólkinu og fara yfir stöðuna og reyna að koma hjólunum af stað sem fyrst,“ segir Jón.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00 Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbrautum lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. 11. janúar 2017 07:00
Svona skiptast ráðuneytin á milli flokkanna Ráðherraskipan hefur ekki verið ákveðin. 10. janúar 2017 14:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent