Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna munu koma saman til fundar með ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag þar sem lausna verður leitað á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi, en sjómenn hafa verið í verkfalli frá því um miðjan desember.
Fundurinn verður sá þriðji á jafnmörgum dögum sem oft er til marks um að deilendur telja tilefni til þess að halda þessari lotu áfram, en eftir því sem fréttastofa kemst næst er nokkur gangur í viðræðunum þessa dagana. Fundurinn í gær stóð í um tvær og hálfa klukkustund.
Sjómenn og útvegsmenn halda áfram viðræðum

Tengdar fréttir

Sjómenn mótmæla við Karphúsið
Sjómenn fjölmenntu í dag.

Koma aftur saman eftir árangursríkan fund í gær
Farið að þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna.

Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla
Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma.

Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls
Atvinnuleysistryggingasjóður áætlar að greiða hálfan milljarð króna í janúar vegna verkfalls sjómanna.