Sjö nýir ráðherrar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Ráðherrar Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira