Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra. vísir/pjetur „Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17