Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Björt Ólafsdóttir Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum. Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.Þorsteinn Víglundsson„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað. Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum. Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.Þorsteinn Víglundsson„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað. Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira