Landbúnaður njóti áfram ríkisstuðnings Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson undirrituðu stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni í gær. vísir/ernir „Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
„Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira