Ekki verið rætt um að senda leikmenn í nákvæma læknisskoðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2017 21:15 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00
Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30