Ekki verið rætt um að senda leikmenn í nákvæma læknisskoðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2017 21:15 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjá meira
Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00
Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30