Þingflokkur Bjartrar framtíðar samþykkti í kvöld tillögu Óttars Proppé, formanns flokksins um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.
Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.
Áður hafði verið greint frá því hverjir taka munu sæti í ríkisstjórninni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en það eru þau Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sigríður Á. Andersen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson.
Óttarr heilbrigðisráðherra og Björt umhverfis-og auðlindaráðherra

Tengdar fréttir

Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd.

Bjarni: „Það tókst, loksins“
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn
Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn.