Ásta: Virðist vera sem stuðningsmenn ESB í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 19:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53
Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41