Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2017 16:41 Katrín Jakobsdóttir formaður VG. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hún kveðst ekki vera búin að lúslesa stjórnarsáttmálann en sé þó búin að kasta augum yfir hann. „Það er ákveðið áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál sem þó ætti að vera mjög stórt mál. Það er ekki rætt um að það eigi að lengja fæðingarorlof heldur, einungis að hámarksfjárhæðir verði hækkaðar. Ég hef því talsverðar áhyggjur af því að það sé ekki nægileg áhersla á velferðarmálin.“ Katrín segir sáttmálann virðast vera mjög almennt orðaðan. „Það slær mann að það er talað mikið um uppbyggingu innviða en það kemur líka fram að hana eigi að fjármagna innan hagsveiflunnar. Það virðist eiga að byggja á ríkisfjármálaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnar og ekki sé stefnt að því að styrkja tekjugrunn ríkisins. Það er líka talað fyrir því, kannski með almennari hætti, að það eigi að ráðast i sölu á hlut í bönkunum þar sem fram kemur að ekki sé æskilegt að ríkið eigi jafn mikinn hlut í bankakerfinu, þannig að það verði ráðist í einhverja bankasölu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ekkert rætt um einhverja endurskipulagningu á fjármálakerfinu eða kerfisbreytingar þar. Svo vekur auðvitað athygli að þeir flokkar sem hafa talað hvað mest fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi virðast hafa ákveðið að það sé mikilvægara að ná sátt um tekjuöflun, eins og það var orðað, en kerfisbreytingar,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56
Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi. 10. janúar 2017 14:00