Stjórnarandstaðan sameinast um aukið aðhald gegn nýrri ríkisstjórn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2017 12:24 Ný ríkisstjórn er einungis með eins manns meirihluta. Aukið aðhald stjórnarandstöðunnar mun því geta gert stjórninni erfitt fyrir. vísir/ernir Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum. Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Forystufólk þingflokka nýrrar stjórnarandstöðu kom saman til fundar í gær til þess að stilla saman strengi sína nú eftir að ljóst er að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð munu taka við stjórnartaumunum. Ákveðið var að stjórnarandstaðan muni sýna nýrri ríkisstjórn aukið aðhald en þannig ættu flokkarnir að geta knúið fram einhver af sínum helstu málefnum, enda er ný ríkisstjórn með einungis eins manns meirihluta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sat fundinn í gær. Hann segir að farið hafi verið yfir ýmis málefni á fundinum; samstöðu stjórnarandstöðunnar, nefndarskipan og fleira. „Við vorum náttúrulega bara sammála um að það væri hlutverk stjórnarandstöðu að sýna aðhald. Svo verður auðvitað bara að koma í ljós hvar við eigum samleið og hvar ekki, en við að sjálfsögðu tökum þetta hlutverk okkar alvarlega,“ segir hann. „Auðvitað ræddum við þennan veika meirihluta en við þurfum á sama tíma að vera trú okkar stefnu og sýna stjórninni aðhald.“Sjá sóknarfæri í veikum meirihluta Logi segir mikilvægt að ríkisstjórnin standi við loforð sín, en vill þó ekki staðfesta að stjórnarandstaðan ætli að ganga sameinuð til starfa. „Tveir af þessum flokkum eru að gefa töluvert eftir í sínum málefnum. Það eru mál sem þeir hefðu náð fram, til dæmis í fimm flokka stjórn, þannig að þarna sjáum við sóknarfæri. Við hljótum að geta hugsanlega náð þeim fram þrátt fyrir allt, að minnsta kosti einhverju af þeim.“ Fundurinn var haldinn að frumkvæði Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sátu fundinn fyrir hönd flokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Birgitta Jónsdóttir mætti fyrir hönd Pírata og Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsókn sóttu fundinn, en það er í fyrsta sinn sem Píratar og Framsókn funda eftir kosningar, enda hafa Píratar ítrekað lýst því yfir að þeir vilji ekki starfa með Framsóknarflokknum.
Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira