Valentina Shevchenko tryggði sér titilbardagann Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. janúar 2017 04:31 Shevchenko klárar Pena. Vísir/Getty UFC hélt bardagakvöld í Denver í nótt þar sem þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena mættust í aðalbardaga kvöldsins. Valentina Shevchenko var örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardagann gegn Pena. Það er þó óhætt að fullyrða að fáir hafi giskað á sigur hjá Shevcenko eftir „armbar“ af bakinu. Pena var talin vera sterkari í glímunni og Shevchenko sterkari í sparkboxinu. Eftir fellu frá Pena í 2. lotu ógnaði Shevchenko ágætlega af bakinu og náði að lokum glæsilegu uppgjafartaki sem neyddi Pena til að gefast upp. Þar með tryggði hún sér titilbardaga gegn meistaranum Amöndu Nunes. Þær hafa áður mæst en þá sigraði Nunes eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga.Jorge Masvidal kom einnig á óvart þegar hann kláraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Masvidal sló Cerrone niður í 1. lotu og hefði dómarinn sennilega átt að stöðva bardagann áður en lotan kláraðist. Það tók Masvidal svo aðeins 60 sekúndur að klára bardagann í 2. lotu og tók þar með hástökk upp styrkleikalistann eftir sigurinn.Francis Ngannou hélt áfram að hræða þungavigtina þegar hann kláraði gamla brýnið Andrei Arlovski snemma í 1. lotu. Ngannou er einn sá allra efnilegast í þungavigtinni og virðist taka stöðugum framförum en þetta var hans fimmti sigur í UFC í jafn mörgum bardögum. Bardagakvöldið var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sjá meira
UFC hélt bardagakvöld í Denver í nótt þar sem þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena mættust í aðalbardaga kvöldsins. Valentina Shevchenko var örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardagann gegn Pena. Það er þó óhætt að fullyrða að fáir hafi giskað á sigur hjá Shevcenko eftir „armbar“ af bakinu. Pena var talin vera sterkari í glímunni og Shevchenko sterkari í sparkboxinu. Eftir fellu frá Pena í 2. lotu ógnaði Shevchenko ágætlega af bakinu og náði að lokum glæsilegu uppgjafartaki sem neyddi Pena til að gefast upp. Þar með tryggði hún sér titilbardaga gegn meistaranum Amöndu Nunes. Þær hafa áður mæst en þá sigraði Nunes eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga.Jorge Masvidal kom einnig á óvart þegar hann kláraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Masvidal sló Cerrone niður í 1. lotu og hefði dómarinn sennilega átt að stöðva bardagann áður en lotan kláraðist. Það tók Masvidal svo aðeins 60 sekúndur að klára bardagann í 2. lotu og tók þar með hástökk upp styrkleikalistann eftir sigurinn.Francis Ngannou hélt áfram að hræða þungavigtina þegar hann kláraði gamla brýnið Andrei Arlovski snemma í 1. lotu. Ngannou er einn sá allra efnilegast í þungavigtinni og virðist taka stöðugum framförum en þetta var hans fimmti sigur í UFC í jafn mörgum bardögum. Bardagakvöldið var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sjá meira
Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00