Valdís Þóra: Fjöldi fylgjenda á samfélagsmiðlum skiptir styrktaraðila miklu máli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 13:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur frá Akranesi, vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni undir lok síðasta árs á eftirminnilegan hátt. Hennar fyrsta mót verður í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. „Ég er mjög spennt. Ég legg af stað í tveggja daga ferðalag á föstudaginn í næstu viku og þá fer þetta allt af stað,“ sagði Valdís Þóra en hún var gestur í myndveri í útsendingu Golfstöðvarinnar frá fyrsta keppnisdegi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Valdís Þóra hélt til Spánar í upphafi ársins til að hefja æfingar á grasi, sem að vísu gekk ekki eftir vegna slæms veðurfars. En þar sótti hún einnig kynningu fyrir nýliða á Evrópumótaröðinni. „Þar var farið yfir ýmsa hluti. Til dæmis fjármálin og hvernig eigi að ræða við styrktaraðila. Það var líka verið að fjalla um samfélagsmiðla sem hafa svo mikil áhrif. Styrktaraðilar á mótum eru mikið að spá í hversu marga fylgjendur kylfingar eru með á Instagram og þess háttar,“ útskýrði Valdís Þóra. „Maður þarf því að byggja upp mikinn grunn þar. Það er í raun hellingsvina. Ég var að lesa mig til um bestu leiðirnar til að gera það og þetta er margra tíma vinna á hverjum degi.“ Áður hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um áhrif samfélagsmiðla og hvernig vinsældir kvenkylfinga þar hafa áhrif á stöðu þeirra innan íþróttarinnar. Paige Spiranac, 23 ára kylfingur frá Bandaríkjunum, greindi til að mynda frá einelti sem hún fékk í netheimum vegna þátttöku hennar á sterku móti í fyrra. Sjá einnig: Brotnaði niður vegna nettrölla: „Heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja“ Valdís Þóra er einn fimm íslenskra afrekskylfinga sem eru styrktir af afrekssjóðnum Forskoti. Hún er þakklát fyrir þann stuðning en segir ljóst að meira þurfi til að stundað sína íþrótt af fremsta megni og lifað eðlilegu lífi á meðan. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni efst í fréttinni. Golf Tengdar fréttir Brotnaði niður vegna nettrölla: „Heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja“ Kylfingurinn Paige Spiranac er nokkuð umdeild og var lögð í svakaleg einelti eftir stórmót. 6. desember 2016 15:45 Valdís Þóra yfirveguð: Slakaði á í Candy Crush og las bækur Tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi með frábæri frammistöðu í Marokkó í dag. 21. desember 2016 15:47 Glæsileg frammistaða Valdísar Þóru fleytti henni á Evrópumótaröðina Spilaði glimrandi vel í Marokkó og hafnaði í öðru sæti í lokaúrtökumótinu. Kórónaði þar með frábært ár íslenskra kylfinga. 21. desember 2016 14:41 Ég þurfti aðeins að sanna mig Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir náði þeim merka áfanga að verða aðeins fjórði kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hún hefur unnið mikið með íþróttasálfræðingi og segist ekki vera lakari kylfingur en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. 23. desember 2016 06:30 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur frá Akranesi, vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni undir lok síðasta árs á eftirminnilegan hátt. Hennar fyrsta mót verður í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. „Ég er mjög spennt. Ég legg af stað í tveggja daga ferðalag á föstudaginn í næstu viku og þá fer þetta allt af stað,“ sagði Valdís Þóra en hún var gestur í myndveri í útsendingu Golfstöðvarinnar frá fyrsta keppnisdegi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Valdís Þóra hélt til Spánar í upphafi ársins til að hefja æfingar á grasi, sem að vísu gekk ekki eftir vegna slæms veðurfars. En þar sótti hún einnig kynningu fyrir nýliða á Evrópumótaröðinni. „Þar var farið yfir ýmsa hluti. Til dæmis fjármálin og hvernig eigi að ræða við styrktaraðila. Það var líka verið að fjalla um samfélagsmiðla sem hafa svo mikil áhrif. Styrktaraðilar á mótum eru mikið að spá í hversu marga fylgjendur kylfingar eru með á Instagram og þess háttar,“ útskýrði Valdís Þóra. „Maður þarf því að byggja upp mikinn grunn þar. Það er í raun hellingsvina. Ég var að lesa mig til um bestu leiðirnar til að gera það og þetta er margra tíma vinna á hverjum degi.“ Áður hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um áhrif samfélagsmiðla og hvernig vinsældir kvenkylfinga þar hafa áhrif á stöðu þeirra innan íþróttarinnar. Paige Spiranac, 23 ára kylfingur frá Bandaríkjunum, greindi til að mynda frá einelti sem hún fékk í netheimum vegna þátttöku hennar á sterku móti í fyrra. Sjá einnig: Brotnaði niður vegna nettrölla: „Heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja“ Valdís Þóra er einn fimm íslenskra afrekskylfinga sem eru styrktir af afrekssjóðnum Forskoti. Hún er þakklát fyrir þann stuðning en segir ljóst að meira þurfi til að stundað sína íþrótt af fremsta megni og lifað eðlilegu lífi á meðan. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni efst í fréttinni.
Golf Tengdar fréttir Brotnaði niður vegna nettrölla: „Heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja“ Kylfingurinn Paige Spiranac er nokkuð umdeild og var lögð í svakaleg einelti eftir stórmót. 6. desember 2016 15:45 Valdís Þóra yfirveguð: Slakaði á í Candy Crush og las bækur Tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi með frábæri frammistöðu í Marokkó í dag. 21. desember 2016 15:47 Glæsileg frammistaða Valdísar Þóru fleytti henni á Evrópumótaröðina Spilaði glimrandi vel í Marokkó og hafnaði í öðru sæti í lokaúrtökumótinu. Kórónaði þar með frábært ár íslenskra kylfinga. 21. desember 2016 14:41 Ég þurfti aðeins að sanna mig Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir náði þeim merka áfanga að verða aðeins fjórði kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hún hefur unnið mikið með íþróttasálfræðingi og segist ekki vera lakari kylfingur en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. 23. desember 2016 06:30 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Brotnaði niður vegna nettrölla: „Heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja“ Kylfingurinn Paige Spiranac er nokkuð umdeild og var lögð í svakaleg einelti eftir stórmót. 6. desember 2016 15:45
Valdís Þóra yfirveguð: Slakaði á í Candy Crush og las bækur Tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi með frábæri frammistöðu í Marokkó í dag. 21. desember 2016 15:47
Glæsileg frammistaða Valdísar Þóru fleytti henni á Evrópumótaröðina Spilaði glimrandi vel í Marokkó og hafnaði í öðru sæti í lokaúrtökumótinu. Kórónaði þar með frábært ár íslenskra kylfinga. 21. desember 2016 14:41
Ég þurfti aðeins að sanna mig Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir náði þeim merka áfanga að verða aðeins fjórði kylfingurinn frá Íslandi sem kemst inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hún hefur unnið mikið með íþróttasálfræðingi og segist ekki vera lakari kylfingur en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. 23. desember 2016 06:30
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti