„Ólafía mun vinna mót og ég er ekki að djóka“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 15:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár. Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær. Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár. Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“ Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann. Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“ Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár. Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær. Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár. Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“ Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann. Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“ Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45
Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. 26. janúar 2017 19:17
Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00
Harður heimur fyrir Ólafíu Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. 27. janúar 2017 11:30
Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00