Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er greinilegt að Omeyer hefur fylgst með Tólfunni og Aroni Einar Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, en markmaðurinn ótrúlegi leiddi víkingaklappið af stakri snilld.
Frakkarnir í salnum tóku vel undir enda ættu þeir að þekkja víkingaklappið vel eftir frækna frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stuðningsmanna þeirra á EM í knattspyrnu síðasta sumar.
Frakkar leika annaðhvort við frændur okkar Norðmenn eða Króatíu í úrslitaleiknum en þessi lið eigast við í seinni undanúrslitaleik mótsins annað kvöld.
.@Thierry_Omeyer chef d'orchestre du magnifique clapping de @FRAHandball pic.twitter.com/IGuWl1AH4e
— France Handball 2017 (@Hand2017) January 26, 2017