Útgáfudögum Fréttatímans fækkað í tvo Haraldur Guðmundsson skrifar 26. janúar 2017 11:15 Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30