Baldur Már ráðinn framkvæmdastjóri Eyju atli ísleifsson skrifar 25. janúar 2017 15:25 Baldur Már Helgason. Baldur Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags. Félagið er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og á hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð og fjölmörgum þekktum veitinga- og kaffihúsum hér á landi svo sem Gló. Baldur mun einnig fara með framkvæmdastjórn þess félags samhliða starfi sínu hjá Eyju. Í tilkynningu segir að meginhlutverk Baldurs verði að vinna að fjárfestingum og hafa umsjón með eignasafni Eyju þar sem hann mun sitja í stjórnum fyrirtækja í eigu Eyju auk þess að koma með margvíslegum hætti að rekstri þeirra. „Helstu eignir Eyju eru eignarhlutir í Domino‘s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð auk þess sem Eyja á meirihluta í Joe & The Juice á Íslandi, Gló, Brauð & co (gegnum Gló) og veitingastöðunum Snaps, Jómfrúnni og Café París. Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Baldur hefur starfað í fjármálageiranum um 16 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Virðingar (áður Auði Capital) frá árinu 2009 til ársloka 2016. Þar kom Baldur að fjárfestingum og sölum á fyrirtækjum, samskiptum við fagfjárfesta og eftirfylgni fjárfestinga með stjórnarsetu í fjölda félaga. Þar áður starfaði hann sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York. Alls hefur Baldur setið í stjórnum og verið áheyrnarfulltrúi hjá á fjórða tug félaga, hér á landi og erlendis. Baldur Már er giftur Svanhildi Sigurðardóttur, markaðsráðgjafa hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Baldur Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags. Félagið er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og á hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð og fjölmörgum þekktum veitinga- og kaffihúsum hér á landi svo sem Gló. Baldur mun einnig fara með framkvæmdastjórn þess félags samhliða starfi sínu hjá Eyju. Í tilkynningu segir að meginhlutverk Baldurs verði að vinna að fjárfestingum og hafa umsjón með eignasafni Eyju þar sem hann mun sitja í stjórnum fyrirtækja í eigu Eyju auk þess að koma með margvíslegum hætti að rekstri þeirra. „Helstu eignir Eyju eru eignarhlutir í Domino‘s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð auk þess sem Eyja á meirihluta í Joe & The Juice á Íslandi, Gló, Brauð & co (gegnum Gló) og veitingastöðunum Snaps, Jómfrúnni og Café París. Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Baldur hefur starfað í fjármálageiranum um 16 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Virðingar (áður Auði Capital) frá árinu 2009 til ársloka 2016. Þar kom Baldur að fjárfestingum og sölum á fyrirtækjum, samskiptum við fagfjárfesta og eftirfylgni fjárfestinga með stjórnarsetu í fjölda félaga. Þar áður starfaði hann sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York. Alls hefur Baldur setið í stjórnum og verið áheyrnarfulltrúi hjá á fjórða tug félaga, hér á landi og erlendis. Baldur Már er giftur Svanhildi Sigurðardóttur, markaðsráðgjafa hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira