Ástin blómstraði í kjölfar Meistaramánaðar Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 25. janúar 2017 16:00 Júlíana hefur tekið þátt í Meistaramánuði að einhverju leyti frá því hún tók þátt í fyrsta skipti árið 2011. VÍSIR/STEFÁN Segja má að hjónaband Júlíönu Sólar Sigurbjörnsdóttur sé tilkomið vegna Meistaramánaðar en hún er gift öðrum upphafsmanni hugmyndarinnar, Magnúsi Berg Magnússyni. Magnús heillaðist af Júlíönu þegar hann sá hversu áköf hún var í því að ná markmiðum sínum í Meistaramánuði þegar hún tók þátt í fyrsta skipti árið 2011. Blaðamaður bað hana um að segja frá ástarsögunni. „Ég bjó úti í New York þegar strákarnir voru að gera þetta, og við áttum mikið af sameiginlegum vinum. Ég sá þetta sem fullkomið tækifæri til að byrja veturinn vel í skólanum og í leiðinni fanga athygli Magga. Það var mjög auðvelt því hann var farinn að „læka“ allar færslur hjá mér um leið og ég byrjaði að merkja þær með kassamerkinu Meistaramánuður. Síðan hittumst við þegar ég var í jólafríi á Íslandi tveimur mánuðum síðar og nú erum við gift og eigum barn og hund. Þannig að markmiðinu er náð.“Hjónin Magnús Berg og Júlíana Sól byrjuðu saman í kjölfar þátttöku hennar í Meistaramánuði en hann er einn hugmyndasmiðanna.HILDUR ERLAJúlíana hefur tekið þátt í Meistaramánuði að einhverju leyti frá því hún tók þátt í fyrsta skipti. Til að byrja með setti hún sér mörg markmið og flest þeirra sneru að náminu og heilsu. Júlíana segist oftast ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér þó það séu alltaf einhver sem hún hefur ekki tíma fyrir. „Eftir því sem ég hef gert þetta oftar hef ég haft þetta hnitmiðaðra, hef haft færri en skýrari markmið. Einu sinni setti ég mér það markmið að læra alla leikmenn Manchester United utan að til þess að geta rætt um þá við manninn minn, það var reyndar algjör skellur að komast að því hversu oft þeir skipta um leikmenn. En ég get rætt mjög mikið um Manchester United 2013 árganginn,“ segir hún og hlær. Hjónin setja sér alltaf nokkur sameiginleg markmið í Meistaramánuði en eru síðan oftast með sín eigin markmið líka sem þau einbeita sér að. „Það er gott að hafa þau uppi á vegg og peppa hvort annað.“ Þegar Júlíana er spurð að því hvort hún sé metnaðargjörn stendur ekki á svörum: „Já, auðvitað, mig langar alltaf að gera allt eins vel og ég get. Ég er samt ekkert á botninum ef ég næ ekki markmiði sem ég set mér í Meistaramánuði en maður þarf samt að vera agaður.“ Júlíana tekur að sjálfsögðu þátt í Meistaramánuði að þessu sinni og segir að sér finnist frábært að hann sé í febrúar núna því október sé alltof langur. „Ég er ekki alveg búin að ákveða öll markmiðin sem ég ætla að setja mér en eitt af þeim er að nota Duolingo-þýskuappið mitt á hverjum degi.“ Meistaramánuður Tengdar fréttir Meistaramánuður á ný Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Pálmar segir að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi. 23. janúar 2017 11:00 Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Segja má að hjónaband Júlíönu Sólar Sigurbjörnsdóttur sé tilkomið vegna Meistaramánaðar en hún er gift öðrum upphafsmanni hugmyndarinnar, Magnúsi Berg Magnússyni. Magnús heillaðist af Júlíönu þegar hann sá hversu áköf hún var í því að ná markmiðum sínum í Meistaramánuði þegar hún tók þátt í fyrsta skipti árið 2011. Blaðamaður bað hana um að segja frá ástarsögunni. „Ég bjó úti í New York þegar strákarnir voru að gera þetta, og við áttum mikið af sameiginlegum vinum. Ég sá þetta sem fullkomið tækifæri til að byrja veturinn vel í skólanum og í leiðinni fanga athygli Magga. Það var mjög auðvelt því hann var farinn að „læka“ allar færslur hjá mér um leið og ég byrjaði að merkja þær með kassamerkinu Meistaramánuður. Síðan hittumst við þegar ég var í jólafríi á Íslandi tveimur mánuðum síðar og nú erum við gift og eigum barn og hund. Þannig að markmiðinu er náð.“Hjónin Magnús Berg og Júlíana Sól byrjuðu saman í kjölfar þátttöku hennar í Meistaramánuði en hann er einn hugmyndasmiðanna.HILDUR ERLAJúlíana hefur tekið þátt í Meistaramánuði að einhverju leyti frá því hún tók þátt í fyrsta skipti. Til að byrja með setti hún sér mörg markmið og flest þeirra sneru að náminu og heilsu. Júlíana segist oftast ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér þó það séu alltaf einhver sem hún hefur ekki tíma fyrir. „Eftir því sem ég hef gert þetta oftar hef ég haft þetta hnitmiðaðra, hef haft færri en skýrari markmið. Einu sinni setti ég mér það markmið að læra alla leikmenn Manchester United utan að til þess að geta rætt um þá við manninn minn, það var reyndar algjör skellur að komast að því hversu oft þeir skipta um leikmenn. En ég get rætt mjög mikið um Manchester United 2013 árganginn,“ segir hún og hlær. Hjónin setja sér alltaf nokkur sameiginleg markmið í Meistaramánuði en eru síðan oftast með sín eigin markmið líka sem þau einbeita sér að. „Það er gott að hafa þau uppi á vegg og peppa hvort annað.“ Þegar Júlíana er spurð að því hvort hún sé metnaðargjörn stendur ekki á svörum: „Já, auðvitað, mig langar alltaf að gera allt eins vel og ég get. Ég er samt ekkert á botninum ef ég næ ekki markmiði sem ég set mér í Meistaramánuði en maður þarf samt að vera agaður.“ Júlíana tekur að sjálfsögðu þátt í Meistaramánuði að þessu sinni og segir að sér finnist frábært að hann sé í febrúar núna því október sé alltof langur. „Ég er ekki alveg búin að ákveða öll markmiðin sem ég ætla að setja mér en eitt af þeim er að nota Duolingo-þýskuappið mitt á hverjum degi.“
Meistaramánuður Tengdar fréttir Meistaramánuður á ný Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Pálmar segir að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi. 23. janúar 2017 11:00 Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Meistaramánuður á ný Meistaramánuður hóf göngu sína árið 2008 en hefur ekki verið haldinn formlega síðustu tvö ár. Pálmar segir að markmiðið sé að gera þetta að stærsta meirstaramánuði frá upphafi. 23. janúar 2017 11:00
Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30
Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00