Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2017 13:48 Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi Pressunnar. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. Þetta kemur fram í nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem er dagsett 17. janúar. Þar segir að um sé að ræða samsteypusamruna þar sem Pressan kaupi allt hlutafé í ÍNN. „Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti," segir í ákvörðuninni. Stofnuninni barst tilkynning um kaup Pressunnar á öllum hlutum í ÍNN af Ingva Hrafni Jónssyni, stofnanda sjónvarpsstöðvarinnar og Ingva Erni Ingvasyni, þann 8. desember. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að fjárhagsstaða ÍNN hafi verið erfið síðustu misseri. „Meginmarkmið samrunans sé annars vegar að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu ÍNN með því að bæta lausafjárstöðu félagsins og skapa svigrúm til sveiflujöfnunar og hins vegar að mynda stærra og öflugra fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði sem sé betur í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður á markaði hér á landi og mæta síharðnandi samkeppni við aðra fjölmiðla." Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi Pressunnar, verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN, sem var áður á dagskrá Stöðvar 2. Í umfjöllun Vísis í október um breytinguna á eignarhaldi ÍNN kom fram að Ingvi Hrafn yrði áfram með þátt sinn Hrafnaþing. Rúmum mánuði síðar var svo tilkynnt um kaup Pressunnar á útgáfufélaginu Birtingi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi eignast tímaritaútgáfuna Birting Enn aukast umsvip Pressunnar ehf á fjölmiðlamarkaði. 25. nóvember 2016 10:09 Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. Þetta kemur fram í nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem er dagsett 17. janúar. Þar segir að um sé að ræða samsteypusamruna þar sem Pressan kaupi allt hlutafé í ÍNN. „Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti," segir í ákvörðuninni. Stofnuninni barst tilkynning um kaup Pressunnar á öllum hlutum í ÍNN af Ingva Hrafni Jónssyni, stofnanda sjónvarpsstöðvarinnar og Ingva Erni Ingvasyni, þann 8. desember. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að fjárhagsstaða ÍNN hafi verið erfið síðustu misseri. „Meginmarkmið samrunans sé annars vegar að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu ÍNN með því að bæta lausafjárstöðu félagsins og skapa svigrúm til sveiflujöfnunar og hins vegar að mynda stærra og öflugra fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði sem sé betur í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður á markaði hér á landi og mæta síharðnandi samkeppni við aðra fjölmiðla." Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi Pressunnar, verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN, sem var áður á dagskrá Stöðvar 2. Í umfjöllun Vísis í október um breytinguna á eignarhaldi ÍNN kom fram að Ingvi Hrafn yrði áfram með þátt sinn Hrafnaþing. Rúmum mánuði síðar var svo tilkynnt um kaup Pressunnar á útgáfufélaginu Birtingi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi eignast tímaritaútgáfuna Birting Enn aukast umsvip Pressunnar ehf á fjölmiðlamarkaði. 25. nóvember 2016 10:09 Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Björn Ingi eignast tímaritaútgáfuna Birting Enn aukast umsvip Pressunnar ehf á fjölmiðlamarkaði. 25. nóvember 2016 10:09
Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01
Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41