Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stærsti eigandi Pressunnar ehf. Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. Samkvæmt nýjum ársreikningi Pressunnar, sem var skilað inn til ársreikningaskrár Ríkisskatttjóra þann 18. janúar, námu eignir félagsins í árslok 2015 alls 601 milljón króna og jukust um 279 milljónir milli ára. Það sama ár skuldaði félagið 444 milljónir en 69 milljónir árið þar á undan. Lán frá hluthöfum jukust um liðlega 58 milljónir á milli ára og námu samtals 206 milljónum af skuldum Pressunnar í árslok 2015. Þá tók Pressan skuldabréfalán upp á tæplega 50 milljónir á árinu 2015. Laun og launatengd gjöld jukust úr 33 milljónum árið 2014 í 108 milljónir árið á eftir.Ársreikningi DV ehf ekki verið skilað Vefpressan er skráður eigandi flestra vefmiðla fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Er þar meðal annars um að ræða Pressuna.is og Bleikt.is. Eyjan miðlar ehf., dótturfélag Pressunnar, heldur utan um rekstur vefmiðilsins Eyjunnar.is og var rekið með 6,6 milljóna króna tapi í fyrra. Ársreikningi DV ehf. fyrir 2015 hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskrár. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, átti 25 prósenta hlut í móðurfélaginu í eigin nafni eins og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í árslok 2015. Félag þeirra, Kringluturninn ehf., átti einnig fjórðungshlut eins og AB 11 ehf., sem er líka í eigu Björns Inga og Arnars. Hluthafalisti Pressunnar hefur síðan þá tekið breytingum samkvæmt skráningu fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Kringluturninn á nú 28 prósenta hlut og Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, alls 31,85 prósent. AB 11 á nú 22,15 prósent og Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, alls tíu prósent. Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri á að lokum átta prósenta hlut. Fjölmiðlar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. Samkvæmt nýjum ársreikningi Pressunnar, sem var skilað inn til ársreikningaskrár Ríkisskatttjóra þann 18. janúar, námu eignir félagsins í árslok 2015 alls 601 milljón króna og jukust um 279 milljónir milli ára. Það sama ár skuldaði félagið 444 milljónir en 69 milljónir árið þar á undan. Lán frá hluthöfum jukust um liðlega 58 milljónir á milli ára og námu samtals 206 milljónum af skuldum Pressunnar í árslok 2015. Þá tók Pressan skuldabréfalán upp á tæplega 50 milljónir á árinu 2015. Laun og launatengd gjöld jukust úr 33 milljónum árið 2014 í 108 milljónir árið á eftir.Ársreikningi DV ehf ekki verið skilað Vefpressan er skráður eigandi flestra vefmiðla fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Er þar meðal annars um að ræða Pressuna.is og Bleikt.is. Eyjan miðlar ehf., dótturfélag Pressunnar, heldur utan um rekstur vefmiðilsins Eyjunnar.is og var rekið með 6,6 milljóna króna tapi í fyrra. Ársreikningi DV ehf. fyrir 2015 hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskrár. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, átti 25 prósenta hlut í móðurfélaginu í eigin nafni eins og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í árslok 2015. Félag þeirra, Kringluturninn ehf., átti einnig fjórðungshlut eins og AB 11 ehf., sem er líka í eigu Björns Inga og Arnars. Hluthafalisti Pressunnar hefur síðan þá tekið breytingum samkvæmt skráningu fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Kringluturninn á nú 28 prósenta hlut og Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, alls 31,85 prósent. AB 11 á nú 22,15 prósent og Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, alls tíu prósent. Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri á að lokum átta prósenta hlut.
Fjölmiðlar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira