Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2017 12:30 Alþingi kemur saman í dag. Mynd/Anton Brink Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan fastanefnda þingsins, alþjóðanefnda og nefndarformanna hafa siglt í strand. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú þurfi að Alþingi kjósa í nefndir. Hann segir að stjórnarflokkarnir leitist ekki á eftir því að hrifsa til sín allar nefndarformennskur. Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar var mynduð. Stefnuræða forsætisráðherra verður í kvöld og nýr þingforseti verður kjörinn á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Fastlega má gera ráð fyrir því að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði kosin forseti Alþingis en hún hefur verið tilnefnd af stjórnarflokkunum. Þá hafa þingflokksformenn allra flokka fundað undanfarna daga til að freista þess að ná saman um skipan fastanefnda þingsins. Vonir stóðu til að þingflokksformennirnir myndu allir standa saman að tillögu um skipan nefnda og nefndarformanna. Þær vonir runnu út í sandinn í dag og ekkert samkomulag liggur fyrir.Birgir Ármannsson (t.v) segir stjórnarmeirihlutan ekki vilja beita meirihlutaræði til hins ítrasta.Mynd/Anton BrinkÞað þýðir að Alþingi mun kjósa í fastanefndir og Alþjóðanefndir. Stjórnarmeirihlutinn fær líklega fimm nefndarmenn af níu í öllum átta nefndum þingsins. Nefndunum er þá gert að kjósa sér forystu innan eigin raða. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmeirihlutin þurfi ekki endilega að beita meirihlutavaldi sínu til að taka til sín formennsku í öllum nefndum. „Við höfum í samtölum okkar við stjórnarandstöðuna sagt að við höfum ekkert endilega áhuga á því að nýta meirihlutakraftinn til hins ýtrasta,“ segir Birgir. „Þannig að stjórnarandstaðan veit að þarna er eitthvað svigrúm. Við höfum sagt þeim svo að jafnvel þó við gætum með meirihluta og atkvæðagreiðslu sótt öll formennskusæti og varaformennskusæti í nefndum erum við ekki endilega að sækjast á eftir því. Boltinn að því leiti er hjá stjórnarandstöðunni.“ Hann segir að ef að stjórnarndstaðan vilji ekki nein formennskusæti í nefndum væri komin upp svipuð staða og árið 2011. „Ég vona að störf þingsins byrji í friðsamlegari anda heldur en þá,“ segir hann. Þá segir Birgir að samtal stjórnar og stjórnarandstöðu sé gott varðandi skipan alþjóðanefnda sem einnig gegna veigamiklu hlutverki.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira