Dagur: Tapið langstærstu vonbrigðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Dagur hefði eflaust viljað enda betur með Þýskalandi. vísir/getty Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48