Leikurinn fór fram á Stade Pierre-Mauroy sem er fótboltavöllur franska 1. deildar liðsins Lille en honum var breytt í handboltahöll í þeim tilgangi að setja áhorfendamet.
Rétt ríflega 28 þúsund áhorfendur sáu Frakkana komast í 16 liða úrslitin á móti Íslandi á þessu ótrúlega sviði handboltans en stemningin í húsinu var alveg rafmögnuð.
Stade Pierre-Mauroy er fjölnota mannvirki sem er notað sem tónleikahús og þá er hægt að spila körfubolta þarna en riðill Frakklands á EM 2015 í körfubolta fór fram í þessu húsi.
Það er stórmerkilegt að sjá hvernig helmingur fótboltavallarins er færður ofan á hinn helminginn og íþróttahöll byggð inn á fótboltaleikvangnum.
Í myndbandinu hér að neðan er búið að klippa saman mínútu langt myndband þar sem sést hvernig mótshaldarar á HM í Frakklandi gerðu handboltahöll á þessum glæsilega fótboltavelli.