Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt á vef sínum frumdrög að leikjaniðurröðun í Pepsi-deild karla og kvenna og samkvæmt þeim verður byrjað snemma á Íslandmótinu í ár.
Íslandsmótið hefur verið að byrja fyrr og fyrr undanfarin tímabil og í sumar verður engin breyting á þeirri þróun þegar Pepsi-deildirnar færa sig fram í aprílmánuð.
Deildirnar hafa aldrei áður byrja í aprílmánuði og þá vekur einnig athygli að stelpurnar byrja á undan strákunum en það hefur ekki gerst í átta ár eða síðan 2009
Fyrsta umferð í Pepsi-deild kvenna er sett á fimmtudaginn 27. apríl og byrjar því á undan Pepsi-deild karla. Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Hollandi í sumar og því þarf að gera 38 daga hlé á deildinni frá 2. júlí til 9. ágúst.
Pepsi-deild kvenna hefst því tveimur vikum fyrr í sumar en í fyrra þegar fyrstu leikirnir voru 11. maí.
Karladeildin byrjar einnig í fyrsta sinn í aprílmánuði en helmingur leikja í fyrstu umferðinni í Pepsi-deild karla fara fram 30. apríl. Þetta er fimmta árið í röð sem fyrsti leikur færist framar.
Lið ÍBV, Fjölnis, Vals, Víkings Ó., ÍA og FH hefja þannig öll tímabilið í apríl en fyrsti leikurinn hjá liðum Breiðabliks, KA, KR - Víkings R., Grindavíkur og Stjörnunnar verður aftur á móti í maí.
Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðina og tímasetningar leikjanna eins og þeir líta út í dag. Það má líka sjá stöðuna á öllum leikjunum hér: Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna
Fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna 2017:
fim. 27. apr. 17 18:00 Þór/KA - Valur Þórsvöllur
fim. 27. apr. 17 18:00 KR - ÍBV Alvogenvöllurinn
fim. 27. apr. 17 19:15 Haukar - Stjarnan Ásvellir
fim. 27. apr. 17 19:15 Fylkir - Grindavík Floridana völlurinn
fim. 27. apr. 17 19:15 Breiðablik - FH Kópavogsvöllur
Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla 2017:
sun. 30. apr. 17 17:00 ÍBV - Fjölnir Hásteinsvöllur
sun. 30. apr. 17 19:15 Valur - Víkingur Ó. Valsvöllur
sun. 30. apr. 17 19:15 ÍA - FH Norðurálsvöllurinn
mán. 01. maí. 17 17:00 Breiðablik - KA Kópavogsvöllur
mán. 01. maí. 17 19:15 KR - Víkingur R. Alvogenvöllurinn
mán. 01. maí. 17 19:15 Grindavík - Stjarnan Grindavíkurvöllur
Fyrsti leikur í Pepsi-deild kvenna síðustu tímabil:
2017: 27. apríl
2016: 11. maí
2015: 14. maí
2014: 13. maí
2013: 7. maí
2012: 13. maí
2011: 14. maí
2010: 13. maí
2009: 9. maí
2008: 12. maí
Fyrsti leikur í Pepsi-deild karla síðustu tímabil:
2017: 30. apríl
2016: 1. maí
2015: 3. maí
2014: 4. maí
2013: 5. maí
2012: 6. maí
2011: 2. maí
2010: 10. maí
2009: 10. maí
2008: 10. maí
