Fram lagði Gróttu 24-19 á útivelli í Olís deild kvenna í handbolta í dag og Stjarnan gerði góða ferð til Eyja þar sem liðið lagði ÍBV 33-31.
Topplið Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13 og var með örugga forystu allan seinni hálfleikinn þó Grótta væri alltaf aðeins einum góðum kafla frá því að komast inn í leikinn.
Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu flest mörk Fram, 7 hvor. Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði 4 mörk.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Gróttu og Sunna María Einarsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4 mörk hvor.
Fram er á toppi deildarinnar með 23 stig en Grótta er í sjötta sæti með 8 stig.
Í Vestmannaeyjum var Stjarnan 20-15 yfir í hálfeik og landaði mikilvægum sigri, 33-31 eins og áður segir. Stjarnan er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Fram en ÍBV er í fimmta sæti með 10 stig.
Rakel Dögg Bragadóttir fór á kostum fyrir Stjörnuna og skoraði 12 mörk. Elena Birgisdóttir skoraði 6 og Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 5.
Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Ester Óskarsdóttir og Sandra Erlingsdóttir skoruðu 6 mörk hver fyrir ÍBV og Telma Silva Amado 5.
Fram vann Gróttu örugglega og Stjarnan sótti sigur til Eyja
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn




Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

Blóðgaði dómara
Körfubolti


Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn