Starfsmenn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, eru allt annað en sáttir við yfirmenn á HM þar sem það átti að meina liðinu að taka æfingu á keppnisstað í Lille í dag.
Leikurinn við Frakka á morgun fer fram á hinum glæsilega knattspyrnuvelli Stade Pierre Mauroy og er stefnt að því að hátt í 28 þúsund manns mæti á leikinn. Það yrði met yfir flesta áhorfendur í sögu HM.
Þetta eru því ekki beint hefðbundnar aðstæður og því vildi Geir Sveinsson landsliðsþjálfari að sjálfsögðu taka æfingu á keppnisstað í kvöld.
„Við erum búnir að berjast fyrir því í allan dag að fá æfingu í höllinni. Það er svolítið merkilegt að vera á þessu stóra sviði og það eigi að meina okkur um að æfa í keppnishöllinni. Að maður skuli vera að standa í svona barningi á heimsmeistaramóti er með ólíkindum,“ sagði Geir Sveinsson skömmu áður en hann fór með liðið sitt á æfingu á knattspyrnuvellinum sem er búið að breyta í handboltahöll.
„Það er einn leikur í húsinu á morgun en samt er ekki hægt að æfa í henni. Þeir eru búnir að tína til afsakanir í allan dag en við gáfum okkur aldrei. Það skilaði því að við fáum að fara inn og æfa þarna. Hluti af undirbúningnum er að fara inn í höllina. Upplifa og sjá höllina og gólfið.“
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HSÍ þurfti að berjast fyrir að fá æfingu í keppnishöllinni

Tengdar fréttir

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára
Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

Sjö marka sigrar hjá lærisveinum Dags og Kristjáns
Evrópumeistarar Þýskalands báru sigurorð af Króatíu í dag, 28-21, og kláruðu því C-riðilinn á HM í Frakklandi með fullu húsi stiga.

Gott fyrir vítanýtinguna að vera með íslenskan þjálfara á HM
Strákarnir okkar hafa nýtt vítin sín vel á HM í handbolta í Frakklandi og til þessa hafa aðeins fimm lið nýtt vítin sín betur á mótinu.

Duvnjak sá ekkert að því að fá kaffisopa með þýsku leikmönnum í gær
Stórleikur dagsins á HM í handbolta er á milli handboltarisanna Þýskalands og Króatíu en þau spila um efsta sætið í C-riðlinum. Leikurinn fer fram í Rouen og hefst klukkan 16.45.

Svona er knattspyrnuleikvangi breytt í handboltahöll
Líklegt er að aðsóknarmet verði slegið þegar Frakkland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta.