Duvnjak sá ekkert að því að fá kaffisopa með þýsku leikmönnum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2017 16:00 Domagoj Duvnjak vill umgangast liðsfélaga sína í Kiel á meðan heimsmeistaramótinu i Frakklandi stendur þótt að hann sé í samkeppni við þá á HM. Vísir/EPA Stórleikur dagsins á HM í handbolta er á milli handboltarisanna Þýskalands og Króatíu en þau spila um efsta sætið í C-riðlinum. Leikurinn fer fram í Rouen og hefst klukkan 16.45. Bæði liðin hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu en Þjóðverjar eru með sextán marka forskot í markatölu og nægir því jafntefli til að vinna riðilinn.Heimasíða heimsmeistaramótsins gerir mikið úr leiknum sem og að hversu margir liðsfélagar spila með þessum tveimur landsliðum. Helmingur leikmanna Þýskalands og Króatíu eiga nefnilega liðsfélaga úr félagsliðinu sínu meðal mótherja dagsins. Króatinn Domagoj Duvnjak spilar með Kiel eins og þýsku landsliðsmennirnir Andreas Wolff, Rune Dahmke og Patrick Wiencek Króatinn Luka Stepancic og Þjóðverjinn Uwe Gensheimer komu báðir til franska liðsins Paris Saint-Germain síðasta sumar. Króatinn Zeljko Musa og Þjóðverjinn Finn Lemke eru liðsfélagar hjá SC Magdeburg. Þjóðverjarnir Paul Drux, Silvio Heinevetter og Steffen Fath spila allir með Króatanum Jakov Gojun hjá Füchse Berlin. Þá má ekki gleyma því að Þjóðverjinn Tobias Reichmann spilar með Króötunum Manuel Strlek og Filip Ivic hjá pólska liðinu Kielce. Þjóverjinn Patrick Wiencek talar vel um Króatann Domagoj Duvnjak. „Það verður gaman að mæta Duvnjak. Sama hvernig fer þá elskum við hvorn annan eftir lokaflautið,“ sagði Wiencek. Domagoj Duvnjak vill líka eyða tíma með liðsfélögum sínum úr Kiel þótt að hann sé á miðju heimsmeistaramóti. „Þó að við séum ekki á sama hóteli þá mun ég hitta liðsfélaga mína í Kiel niðri í bæ og við fáum okkur kaffisopa saman. Það er ekkert vandmál,“ sagði Domagoj Duvnjak í samtali við heimasíðu mótsins. Blaðamaðurinn vildi forvitnast um hvað leikmennirnir ætluðu að gera á frídegi sínum í gær og hvort að einhver samskipti yrðu á milli þeirra. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Stórleikur dagsins á HM í handbolta er á milli handboltarisanna Þýskalands og Króatíu en þau spila um efsta sætið í C-riðlinum. Leikurinn fer fram í Rouen og hefst klukkan 16.45. Bæði liðin hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu en Þjóðverjar eru með sextán marka forskot í markatölu og nægir því jafntefli til að vinna riðilinn.Heimasíða heimsmeistaramótsins gerir mikið úr leiknum sem og að hversu margir liðsfélagar spila með þessum tveimur landsliðum. Helmingur leikmanna Þýskalands og Króatíu eiga nefnilega liðsfélaga úr félagsliðinu sínu meðal mótherja dagsins. Króatinn Domagoj Duvnjak spilar með Kiel eins og þýsku landsliðsmennirnir Andreas Wolff, Rune Dahmke og Patrick Wiencek Króatinn Luka Stepancic og Þjóðverjinn Uwe Gensheimer komu báðir til franska liðsins Paris Saint-Germain síðasta sumar. Króatinn Zeljko Musa og Þjóðverjinn Finn Lemke eru liðsfélagar hjá SC Magdeburg. Þjóðverjarnir Paul Drux, Silvio Heinevetter og Steffen Fath spila allir með Króatanum Jakov Gojun hjá Füchse Berlin. Þá má ekki gleyma því að Þjóðverjinn Tobias Reichmann spilar með Króötunum Manuel Strlek og Filip Ivic hjá pólska liðinu Kielce. Þjóverjinn Patrick Wiencek talar vel um Króatann Domagoj Duvnjak. „Það verður gaman að mæta Duvnjak. Sama hvernig fer þá elskum við hvorn annan eftir lokaflautið,“ sagði Wiencek. Domagoj Duvnjak vill líka eyða tíma með liðsfélögum sínum úr Kiel þótt að hann sé á miðju heimsmeistaramóti. „Þó að við séum ekki á sama hóteli þá mun ég hitta liðsfélaga mína í Kiel niðri í bæ og við fáum okkur kaffisopa saman. Það er ekkert vandmál,“ sagði Domagoj Duvnjak í samtali við heimasíðu mótsins. Blaðamaðurinn vildi forvitnast um hvað leikmennirnir ætluðu að gera á frídegi sínum í gær og hvort að einhver samskipti yrðu á milli þeirra.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira