Conor McGregor líklega á leið til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2017 13:45 Conor McGregor er skærasta MMA-stjarna heims. vísir/getty Conor McGregor, Íslandsvinur og skærasta stjarna UFC-bardagasambandsins, er líklega á leiðinni til Íslands. Samkvæmt heimildum bardagavefsins MMAFréttir hefur Conor sagst ætla að mæta á opnunarhátíð nýju Mjölnishallarinnar 18. febrúar en það er æfinga- og keppnishús bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir og er yfirþjálfari hjá. Conor McGregor og Gunnar Nelson eru góðir vinir og deila írska þjálfaranum John Kavanagh sem er búinn að staðfesta komu sína á opnunarhátíða, samkvæmt MMAFréttum. Conor hefur margsinnis komið til Íslands og æft, meðal annars fyrir bardaga þar sem hann og Gunnar eru æfingafélagar. Hér á hann marga góða vini og hefur oft sagt að honum líði vel á Íslandi. Mjölnismenn hafa haldið til í flottum æfinga- og keppnissal í gamla Loftkastalanum undanfarin ár en eru nú að flytja í það sem verður eitt allra stærsta MMA-æfingahús í heiminum. Á opnunarhátíðinni verður boðið upp á fría klippingu og axlarnudd því í nýju höllinni verður nudd- og rakarastofa. Conor er ekki með bardaga á dagskránni en síðast vann hann Eddie Alvarez í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC. Svo gæti farið að hann berjist næst í hnefaleikum á móti Floyd Mayweather Jr. MMA Tengdar fréttir Conor ætlar að verða besti knapi í heimi | Myndband Írinn Conor McGregor notar fríið sitt frá UFC til þess að reyna fyrir sér í leiklistinni og í gær mátti sjá frumraun hans á því sviði þar sem hann leikur með Jon Lovitz. 5. janúar 2017 13:00 Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina. 29. janúar 2017 23:30 White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. 14. janúar 2017 22:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
Conor McGregor, Íslandsvinur og skærasta stjarna UFC-bardagasambandsins, er líklega á leiðinni til Íslands. Samkvæmt heimildum bardagavefsins MMAFréttir hefur Conor sagst ætla að mæta á opnunarhátíð nýju Mjölnishallarinnar 18. febrúar en það er æfinga- og keppnishús bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir og er yfirþjálfari hjá. Conor McGregor og Gunnar Nelson eru góðir vinir og deila írska þjálfaranum John Kavanagh sem er búinn að staðfesta komu sína á opnunarhátíða, samkvæmt MMAFréttum. Conor hefur margsinnis komið til Íslands og æft, meðal annars fyrir bardaga þar sem hann og Gunnar eru æfingafélagar. Hér á hann marga góða vini og hefur oft sagt að honum líði vel á Íslandi. Mjölnismenn hafa haldið til í flottum æfinga- og keppnissal í gamla Loftkastalanum undanfarin ár en eru nú að flytja í það sem verður eitt allra stærsta MMA-æfingahús í heiminum. Á opnunarhátíðinni verður boðið upp á fría klippingu og axlarnudd því í nýju höllinni verður nudd- og rakarastofa. Conor er ekki með bardaga á dagskránni en síðast vann hann Eddie Alvarez í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC. Svo gæti farið að hann berjist næst í hnefaleikum á móti Floyd Mayweather Jr.
MMA Tengdar fréttir Conor ætlar að verða besti knapi í heimi | Myndband Írinn Conor McGregor notar fríið sitt frá UFC til þess að reyna fyrir sér í leiklistinni og í gær mátti sjá frumraun hans á því sviði þar sem hann leikur með Jon Lovitz. 5. janúar 2017 13:00 Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina. 29. janúar 2017 23:30 White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. 14. janúar 2017 22:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
Conor ætlar að verða besti knapi í heimi | Myndband Írinn Conor McGregor notar fríið sitt frá UFC til þess að reyna fyrir sér í leiklistinni og í gær mátti sjá frumraun hans á því sviði þar sem hann leikur með Jon Lovitz. 5. janúar 2017 13:00
Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina. 29. janúar 2017 23:30
White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. 14. janúar 2017 22:00